Sæl cuzco.
Því miður þá er reynslan sú að ef engar reglur eru um búnað bíla, þá eru sumir sem breyta bílunum sínum þannig að þeir eru hættulegir öðrum vegfarendum.
Þess vegna var ákveðið að hafa t.d. reglur um útsýni ökumanns, fjölda kastara á bílum, og hvenær leyfilegt er að nota þá. Það er til dæmis bæði óþægilegt að keyra á eftir bílum sem nota þokuljósin að aftan innanbæjar. Svo eru margir sem eru með þokuljósin að framan svo vanstillt, að þau blinda þá sem koma á móti, en nota þau samt stöðugt innanbæjar.
Þannig að ég er hlinntur reglum um búnað bifreiða, og að eftir reglunum sé farið.
Kveðja habe