Ég á Hondu Accord '91 2.2 lítra EXi með öllu sem kom í þessa bíla. Það eina sem hefur verið “breytt” við hann er það að ekki er lengur hvarfakútur undir honum auk þess sem hann er með hljóðkút með einföldum enda en ekki tvöföldum eins og á að vera. Var svoldið fátækur þegar pústið hrundi undan… Ég er reyndar líka búinn að endurnýja mikið í honum. Er líka með nýjar 16“ felgur á 215x55r16 (minnir mig) sumardekkjum undir hann, keypt í sumar.
Sitthvað um hann:
*2200cc slagrými, innspýting, 150 hestöfl
*Sjálfskiptur, 4 gíra, ”sport" stilling
*Geislaspilari, 4x 150w (original) hátalarar
*Rafmagnsrúður, speglar, loftnet & sæti
*Armpúði, höfuðpúðar að aftan, hiti í sætum, vökvastýri
*Rafdrifin gler topplúga, spoiler, sílsar framan, aftan og hliðar
*ABS, Cruise Control
*Svört innrétting með sérstöku svörtu áklæði á sætum
*Vínrauður sanseraður með samlitum hurðarhandföngum og speglum
Ég var ekki með neinar áætlanir um að selja hann enda líkar mér mjög vel við hann en auðvitað er allt til sölu fyrir rétt verð :)