Ég ákvað að vera súperhreinskilinn og haka við þann kost (ef kost skyldi kalla) að ég hefði ekið ölvaður. Nú er fátt fjarri mér en að aka ölvaður og í rauninni hef ég aldrei ekið eftir að drekka meira en einn lítinn bjór. Þannig geri ég ekki lengur, ég dreg línuna við einn pilsner og má jafnvel deila um það að mínu mati!
Ég hins vegar valdi þennan kostinn fyrir það að hafa ekið eftir mjög stuttan svefn og hafði ég verið við drykkju áður. Ég fann ekki á mér, en ég hefði samt átt að vita betur. Ég ætlaði að skilja bílinn eftir, en sá sem var að keyra nennti ekki að taka krók á leið sína til að skutla mér líka, sem var kannski ágætt eftir á að hugsa, því hugsanlega var hann verri en ég, enda fann ég ekkert á mér. En þótt maður finni ekkert á sér er vissara að treysta ekki á dómgreind við þessar aðstæður heldur ákveða bara að keyra ekki. Ég hefði átt að labba, eða bara sofa í bílnum!
Svo þarf maður sömuleiðis að vera mjög varkár gagnvart því að aka ekki ef maður er óökuhæfur daginn eftir. Það getur verið mjög vafasamt að keyra haugþunnur og kannski með ólöglegt magn áfengis enn í blóðinu í ofanálag!
Annars tek ég undir orð bebecars um það að hringja í lögreglu ef maður telur sig sjá fólk aka ölvað. Ég geri það sama alltaf þegar ég tel þörf á.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>"On two occasions, I have been asked [by members of Parliament], ‘Pray, Mr. Babbage, if you put into the machine wrong figures, will the right answers come out?’ I am not able to rightly apprehend the kind of confusion of ideas that could provoke such a question.“
– Charles Babbage (1791-1871)
</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?