Þetta var sem sagt MX-5 Miata ‘94, en þeir eru eingöngu með 1800 mótor. Þetta er eini 1800 bíllinn, a.m.k. fyrir USA markað, sem hefur ekki OBDII(?) tölvuna, en ég veit ekki hvernig svona snýr með ’95 og seinni bíla, þó að ég viti að þetta er ekki hægt á '99 og síðari bílum.
Nú eru mín mistök varðandi það að lýsa virkni þessa að ég lét umboðið gera þetta þegar bíllinn fór í 60þ. mílna tékk og þar af leiðandi var ýmislegt gert fyrir hann í leiðinni. M.a. komu nýir kertaþræðir, bensínsía og svona og svei mér ef ég lét ekki stilla hann, eða athuga stillinguna… Ég hafði áður sett K&N síu í hann og það hafði smávægileg, en jákvæð, áhrif en ég man nú ekki sérstaklega eftir því að kveikjutíminn hafi haft neitt að segja. Ég gat a.m.k. notað 95 oct. bensín áfram og gat ekki tekið eftir mun við að nota 98 oct. þannig að ég ætla að spara stóru orðin. Samt allt í lagi að prufa ef maður á svona bíl, skv. minni reynslu skaðar það ekki og kannski gæti þetta haft eitthvað að segja með V-Power bensíni…<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>"On two occasions, I have been asked [by members of Parliament], ‘Pray, Mr. Babbage, if you put into the machine wrong figures, will the right answers come out?’ I am not able to rightly apprehend the kind of confusion of ideas that could provoke such a question.“
– Charles Babbage (1791-1871)
</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?