Ég hringdi í Artic Truck aftur til að fá betri upplýsingar, en þeir ásamt Bílasmiðinum eru að selja þessa mótora.
Það eru víst til tvær tegundir af þessum webasto mótorum: 4.2 kw fyrir vélar 2000 og minni og svo 5.2 kw fyrir 2000 vélar og uppúr.
Webasto Termo Top C 5.2 kw mótor með timer kostar 106.800 kr.
Webasto Termo Top C 5.2 kw mótor með fjærstýringu (drífur 600m) í stað timer kostar 123.300 kr.
Hægt er að stilla timerinn á þrjá mismunandi tíma.
Fjærstýringin kostar annars sér 33.000 kr.
Ísetning er ekki innifalin í verði og er um 25.000 kr.
Hann gat ekki sagt mér verðið á Termo Top E 4.0 kw mótornum.
En þessir mótorar eru settir í vélarhúsið og knúnir af bensíni og rafmagni, þeir ganga í max 30 min svo bíllinn verði ekki rafmagnslaus. Þeir hita upp kælivökvann og kveikja á í leiðinni. Miðstöðin gengur þá á minnsta blástri á mesta hita.
Á sumrin þá er hægt að nota þá til að kæla ferþegarýmið, eða bara nota mótorinn til hita vélina fyrr.
Semsagt á köldum dögum þá er auðveldara að ræsa bílinn, hann hitnar fyrr og fyrir vikið slitnar minna, bílinn eyðir minna af bensíni og hann mengar minna.
Þessir mótorar geta gengið á bæði bensíni og dísel olíu.
Þessi búnaður kemur frá framleiðandi í eftirfarandi bílum: Mercedes Benz A Class 170 Cdi, Mercedes Benz C Class 220 Cdi, Mercedes Benz E Class 220 Cdi/320 Cdi, Mercedes Benz S Class Cdi, Fiat Ulysse MPV, Citroen Synergie MPV, Peugeot 806 MPV, Rover 75 Diesel, BMW 530d/X5d, Land Rover Freelander Td4 (My 2001 only), Land Rover Discovery Td5–(if option of Fuel Burning Heater has been installed), Chrysler Voyager MY2001 Diesel, New Range Rover Diesel L322
Þetta eru reyndar allt dísel bílar, því þeir eru mun lengur að hitna en bensín bílarnir. Einnig þá er kaldræsingin erfiðari á dísel.