Þetta er nú orðið efni í heila grein.
En ég hef um lengri tíma fylgst með fasistaríkinu bretlandi sem er sennilega það ríki í heiminu sem að bindur hendur ökumanna sem mest.
Í Bretlandi hafa ökumenn mátt þola mesta fjölda hraðamyndavéla í heimi, hraðahindranir hvar og hvenær sem er og lækkaðann hámarkshraða um allt landið. Þetta hefu þau aukið fjölda slysa þar sem fólk hættir að virða lögin!
Nú eru bretar að prófa nýja hugmynd sem eins og margar aðrar slæmar hugmyndir koma frá Svíþjóð.
Nú eru þeir komnir með GPS hraðatakmörkun í bíla. Með öðrum öðrum, það er alveg sama hve fáránlegt hraðatakmörkinn eru, þú ert dæmdur til að fylgja þeim hvar og hvenær sem er.
Mér þykir nokkuð ljóst að þetta mun gera útaf við bílamenningu eins og við þekkjum hana í dag. Og ef þetta myndi teygja anga sína hingað þá er eins gott að það verði slatti af kappakstursbrautum komnar til að fá útrás annars verð ég og margir aðrir hinir íslensku MAD MAX!
http://www.pistonheads.com/speed/default.asp?storyId=6115