Ég spurði nýlega þá hjá póstinum um þetta vegna þess að ég er að spá í að fá mér ný Swaybar í Celicuna, þetta var svarið sem ég fékk:
Innflutningsgjöld af FLESTUM bílapörtum eru 7,5% tollur, 15% vörugjald og 24,5% vsk. Þetta er reiknað þannig að heildarverð vörunnar þ.e. varan+flutningsgjald (tollverð) x 7,5% tollur x 15% vörugjald . Af tollverði + tolli + vörugjaldi er síðan reiknaður vsk. Tollur + vörugjald + vsk. er síðan lagt saman og gerir heildarverð til greiðslu.
Það skiptir ekki máli hvernig varan er keypt, það eru alltaf innflutningsgjöld af henni.
Ef þú hefur frekari spurningar varðandi gjöld tengd innflutningi þá vil ég benda þér á upplýsingadeild Tollstjóra þar sem er er meiri sérfræðiþekking á málinu.
Eftir að ég fékk þetta svar þá er ég á báðum áttum um að kaupa mér swaybar vegna þess að þau kosta úti 15000kr(+ VSK) en ég þyrfti að borga 35000kr(með öllu) fyrir þau hérna.
Þið sem eruð að panta mikið af aukahlutum í bílana ykkar: Borgið þið alltaf þetta svívirðilega verð, eða er einhver leið í kringum þetta? <br><br>Fenix
“If everything seems under control, you're just not going fast enough.”