Sumir spoilerar sem ég hef séð myndu örugglega brotna af, dælda boddýið í kringum festingarnar og/eða væla óbærilega þegar kæmi á þann hraða sem að fer að taka eitthvað í þetta. Sá hvíta honda civic með svona stórum álspoiler með veikum festingum, spoilerinn gekk til í allar áttir þegar hann skreið hægt og rólega upp höfðabakkann…. í botni.
Svo eru það þessir púst stútar, alveg glatað þegar það eru kútar með 4-5“ út en bara 1,5” inn, þetta lítur út eins og skólprör. Ég bara spyr: eru þessir bílar með klósett í vélarstað?
Og svo er ekkert sem að mælir með tvöföldu 2,5“ pústkerfi á vél sem er minna en 300 hestöfl (og þess heldur bara 1600cc og ekki með forced induction)
Low profile dekk gefa verra veggrip og fjaðra minna en venjuleg dekk. Þetta þýðir meira veghljóð víbringur þegar keyrt er eftir þessum lélegu vegum hér á landi, líka harðara að keyra yfir hraðahindranir og etc. Þetta með gripið er bara einföld formúla, því stærri flötur sem dekkið hefur á götunni því verður gripið, og low profile dekk leggst ekki eins vel á götuna og hefur því minni gripflöt. Og framhjóladrifsbílar hafa ekkert alltof gott veggrip nú þegar, gefur í og þeir bara spóla fyrir þau áhrif að eðlisfræðikraftarnir reyna að lyfta framhjólunum þegar hröðun áfram á sér stað.
Límmiðar… ég get sett svo margt út á þetta, þó kemur helst að þeir eyðileggja lakkið á bílnum með tímanum, koma svona för þar sem límmiðarnir voru efir að þeir eru fjarlægðir. Þessi för hverfa líklega þegar bíllinn er massaður.
Þetta eru bara mín persónuleg álit, en með einhverjum rökstuðningi.
Annað. Því meira ‘moddaðir’ sem bílar eru, því skemmtilegra er að stinga þá af.<br><br>–
<a href=”
http://foo.is">foo</a