Hafa meira bil á milli bílanna er boðorð númer eitt. Það var sko enginn jeppakarl sem tailgate-aði mig á Kringlumýrarbraut áðan heldur stelpa á beygluðum Accent!
Þar sem gatan er enn tvær akreinar áður er en maður kemur inn í Kópavog sit ég á vinstri á ca. 80 km/klst og vonast til að bílarnir á undan mér hætti að samhæfa hraða á milli hægri og vinstri akreinar, en gef þeim samt hæfilegt bil. Satt best að segja hefði ég jafnvel mátt gefa meira bil, enda er betra að fara varlega í þessum efnum, en það var örugglega enginn sem átti samleið með mér sem gaf samferðamönnum sínum meira bil en ég í þetta skiptið.
Aftur að efni málsins, aðvífandi kemur grænn Accent sem rennir beint upp að afturhleranum og gefur mér kannski rúma bíllengd í besta falli og á hraða sem var um eða yfir 80 km/klst! Hvað gerir maður í svona aðstæðum? Ég hægi á mér til að draga úr hættu á árekstri og um sama leiti blikkar stúlkan mig með ljósunum. Það gæti reyndar bent til að hún hafi verið í neyðarakstri, en það skipti ekki máli, ég gat ekkert farið!
Ég hélt áfram að vera á vinstri akrein á meðan og þegar ég sé að jeppinn á undan heldur sömu ferð meðan miðakreinin opnast (kominn á brautina þar sem hún er þreföld) skipti ég um akrein til að geta ekið á þeim hraða sem ég kýs á þessum slóðum og við eðlilegar aðstæður, u.þ.b. 90 km/klst. Strax og ég fer frá gefur stúlkan í og fer að tailgate-a jeppann, á meðan ég næ að halda mínum hraða með yfrið nóg bil í næsta bíl! Ég var ekki að flýta mér, heldur gaf öðrum ökumönnum pláss og horfði fram fyrir næstu bíla og sá hvernig umferðin lá.
Stelpan þurfti því að skipta yfir á mína akrein, sitja fyrir aftan mig (ég var ekkert að hliðra til fyrir manneskju sem hagar sér svona, kannski vafasamt…) og blússa svo áfram þegar ég var kominn fram úr jeppanum á vinstri akrein. Það var ekki vítt bilið á milli mín og hans þegar hún hentist yfir á vinstri akrein og jók hraðan upp í a.m.k. 100 km/klst.
P.S. JHG, góð ráðlegging frá þér varðandi fólk sem tekur fram úr manni út úr aðreinum!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>"On two occasions, I have been asked [by members of Parliament], ‘Pray, Mr. Babbage, if you put into the machine wrong figures, will the right answers come out?’ I am not able to rightly apprehend the kind of confusion of ideas that could provoke such a question.“
– Charles Babbage (1791-1871)
</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?