Sælir bílaáhugamenn, ég er með smá vandamál, ég á Toyotu Corollu g6 98 árg og mig langar til að setja undir hann opið púst, en nátturulega það sem plagara flest alla er þessi hvarfakútur og þetta vesen, það sem mig langar að vita er að ef það er opið púst frá endanum á hvarfakútnum skilar það einhverju? ég fór upp í BJB og hann var einhvað að tala um þetta.
En það sem mig langar líka að vita er ef ég tæki nú allt undan og skellti undan hann bara opnu kerfi, væri ég einhvað stoppaður í skoðun? segjum að faðir minn færi með bílinn og hann er svona aldraður og fágaður maður, væru þeir einhvað að gera athugasemd um þetta? ég veit að svona korkur hefur örugglega birst áður en jæja.
Kv, nEonljOs.
-