sko, það er doldið mál að setja start í bíl.En til þess að það borgi sig er nauðsynlegt að bíllinn sé með beinni innspítingu… gengur ekki á gamla fiatinn með innsogsbarkanum.Ef þú ert að setja start í beinskiptan bíl þarf að setja rofa á skiptinguna sem fæst sennilega hjá 12volt eða aukaraf( allaveganna ekki til hjá nesradio). Annars borgar sig að hafa allaveganna grunnþekkingu á rafmagni og hvernig rafkerfi bílsins virkar.
Það þarf að tengja inn á svissvíranna, bremsuna,stefnuljósin,samlæsinguna(sé hún til staðar),Tach meter (snúningshraðamælinn),húddrofa,ofl kannski fleira sem kerfin bjóða uppá.
Hvernig bíl ertu að spá að setja startkerfi í??
Sé þetta nýlegur bíll er ekki ólíklegt að hann sé með start interrupt, það er semsagt ákveðinn kóði í svisslyklinum sem þarf að vera til staðar svo bíllinn geti farin í gang og þarf þá að skera upp lyklana og koma kóðanum fyrir við svissinn í bílnum.
ég á handa þér notað startkerfi ef þú hefur áhuga sem heitir Avistart 4000. sel það á 10.000 kall.( er notað)
Nýtt start kostar 22.000 kall frá avital (avistart 3200)
Ég er búinn að vinna við þetta í nokkur ár og er alveg til í að koma með nokkra punkta ef þú ert að spá í að setja þetta sjálfur í…