Sælir Hugarar.
Ég er að velta fyrir mér hvort eitthvað fyrirtæki hljóðeinangri bíla.
Í síðustu viku prufukeyrði ég 730i BMW frá árinu ‘87 og það þurfti ekkert að hækka
í útvarpinu frá því að vera stopp og að keyra upp Ártúnsbrekkuna á umferðarhraða.
Sá bíll flokkast reyndar undir “dekurbíl”, ekki ekinn nema tæp 120þ.
’99 keypti ég nýjan Civic á tæpar 2 milljónir og það var alveg fáránlega mikið
veghljóð fyrir þetta dýran bíl. Ég þurfti alltaf að hækka til að heyra í útvarpinu
í þeim bíl á sama stað. Og það þrátt fyrir að ég hafi rifið úr hurðaspjöld og sett
einhverjar Bílanaustseinangrunarmottur og sprautað einhverri drullu inní brettin.
Ég viðurkenni að suma bíla vill maður hráa og með veghljóð en aðra vill maður “þétta”.
Prófaði ITR fyrir nokkru síðan og það var nánast ekkert á milli bílstjóra og vélarhúss en
það passar bara við svona bíl.
Eru einhverjir menn að fást við þetta professional og er hægt að bæta venjulega bíla?