Held ekki, þetta eru mjög góðar vélar í grunninn.
Það er sjálfsagt að þjöppumæla vélina (eða setja bílinn í ástandsskoðun) og ef vélin er með olíuþrýstingsmæli þá getur olíuþrýstingur gefið ákveðnar hugmyndir um hvort hún sé nokkuð orðin rúm á legum.
Vélar frá mengunartímanum (eftir 1970) eru með hedd sem eru gerð til að minnka mengun en ekki fyrir afl, þó sum geti skilað því ágætlega.
Ef þú ert með númerin á heddunum þá getur þú skoðað það á www.mortec.com (ásamt fjöldanum öllum af öðrum upplýsingum). Sum af þessum mengunarheddum eru viðkvæmari en önnur hedd, og svo er þjappan yfirleitt lág.
Þú gætir spurt eigandann um hvað er í vélinni (er líklegast búið að eiga eitthvað við hana), hver þjappan er, hvaða duration knastinn er með (heitur, volgur eða ískaldur), er hún með rúlluknastás, hvaða árgerð, eru stimplarnir flatt top/kollháir/með skál ofl. ofl. Menn velta þessu kannski ekki mikið fyrir sér þegar þeir kaupa bíla en þegar menn fara að grúska þá er gaman að vita allt þetta.
Ef hann getur gefið þér upp blokkarnúmerið þá getur þú athugað hvort þetta sé í raun 350 (265-400 líta eins út), hvort vélin sé 2ja eða 4 bolta (hvortveggja ágætt, samt betra að hafa 4ja bolta.
Annars er líklegt að þetta sé 350 ef hann segir það (algengasta small blokkin) en ég rakst einu sinni á jeppa sem átti að vera með 350 skv. sölumanni en ég vissi að var með 305.
JHG