Ég fæ reglulega þá flugu í hausinn að leita mér að gömlum Citroën og koma honum í stand, plan sem myndi gera mig gjaldþrota í hvelli. Það er bara eitthvað við þessa bíla sem er sérstakt, líklegast bara sönnun á því að heildarpakkinn er mikilvægari en einstakir kostir/eiginleikar.

Var að skoða Citroën CX síðu og rakst á það að á hinum framdrifna CX voru stundum notuð grennri dekk að aftan! Hef einmitt oft verið að velta fyrir mér hvort slíkt væri nokkuð vitlaust á framdrifs bíl.

Ég er verulega forvitinn með þessa CX bíla, gæti vel trúað að þetta séu alvöru valkostur gagnvart því besta sem Jaguar og Benz hafði upp á að bjóða á sama tíma, ekki einungis hvað varðar þægindi, heldur líka glæsileika.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>“Balls of yarn have twiny goodness. - Mittens the Psycho Kitten</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href=”http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?