Undanfarið hef ég verið að horfa á þætti á Discovery, þar sem Mark Evans (Er með fasta þætti á Discovery/Animal Planet) <a href="http://www.discoveryeurope2.com/car/html/on_tv.htm“>gerir upp Jaguar E-Type árgerð 1965.</a> Ég verð að segja að þessir þættir eru algjör snilld. Mark fann þennan Jaguar á bóndabæ þar sem hann var að ryðga niður. Síðan rífur hann bílinn í frumeindir og gerir upp frá grunni, það liggur við að hann taki hverja skrúfu og pússi.
Að sjá þennan bíl, breytast úr hræi í babe magnet, er ótrúlegt. Svona bíl myndi ég vilja eiga, svona sér maður ekki lengur.
En ef þið hafið aðgang að Discovery, þá endilega fylgist með þessu. Ég fékk nostalgíukast síðan maður var handlangari í bílskúrnum hjá pabba gamla :)
J.<br><br>–
<b><a href=”http://jonr.beecee.org/“>°</a><a href=”mailto:jonr@vortex.is“>°</a> <a href=”http://slashdot.org“>°</a><a href=”http://www.kuro5hin.org/“>°</a><a href=”http://www.dpchallenge.com/“>°</a><a href=”http://www.dpreview.com/">°</a></