Ég hef nú bara massað með þar til gerðri vél, en það gilda líklegast sömu lögmál án hennar. Byrjar á því að þvo burtu alla drullu sem vill fara, hafa ekki áhyggjur af inngrónum skít, massinn tekur hann. Maður vill bara ekki hafa nein sandkorn eða neitt svoleiðis á lakkinu sem rispa þegar maður fer að massa.
Lakkið þarf að vera blautt, sem og klúturinn/púðinn. Setur massann á klútinn/púðann og berð á þann flöt sem þú ætlar að massa, tekur einn boddýpart í einu bara. Svo er bara að nudda, og passa sig á hornum, þar er auðvelt að fara í gegn um lakkið með vélinni. Svo þarf að skola burtu massann og þvo yfir með svampi, massa aftur ef þörf er á, halda annars áfram.
Þegar þetta er allt búið og lakkið er orðið þurrt er svo málið að bóna til að verja lakkið.
Leiðréttið mig ef það er til betri aðferð.