Upphleðslutími þéttis:
t = R * C
t = sá tími sem tekur þéttinn að ná 63% hleðslu.
við 2t hefur þéttirinn 86% hleðslu, 3t 95% hleðsla, 4t 98% hleðsla og 5t 99% hleðsla.
C = stærð þéttis í farödum.
R = viðnám í seríu með þétti í ohmum, (viðnám í snúrum, innra viðnám rafgeymis, innra viðnám alternators)
Gefum okkur að viðnámið sé kannski 0,05 ohm í snúrunum þarna afturí og spennugjafanum (alternator+geymir), þéttirinn er 1 farad, þá er hann hálfa sekúndu að fara frá núlli í fulla hleðslu. og segjum að spennan á þéttinum falli úr 14V í 12V við smá bassa, þá er hann 0,06 sek að ná sér upp aftur (3t að fara úr 86% hleðslu í 99%)
Og svona tengt þessu, ef magnarinn er að draga 1000W af orku, þá eru það tæp 85 amper á 12V, ef að viðnámið í snúrunum afturí er 0,05 ohm þá er spennufallið yfir þær 4,2V þannig að spennan afturí fellur í tæp 10 volt, og um 4 volt tapast í snúrunum. 4 volta tap með 85 amper eru 340W af hreinum varma sem myndast í snúrunum og spennugjöfum.
Þetta dæmi er aðeins einfaldað, ég tók ekki með í reikninginn breytta straumnotkun magnara þegar spennan lækkar, annaðhvort minnkar hún og magnarinn clippar til helvítis, eða hún eykst og magnarinn heldur sínu striki.
En svona, in my opinion er það algjör della að ætla að taka svona afl út úr 12 volta kerfi, straumarnir eru allt of miklir, og þar með hitna leiðslur, tengi og allt þannig svo svakalega að þar tapast hellingur af orku og auk þess skapar þessi hiti gífurlega eldhættu, sem margfaldast ef að tengin svo verða óhrein einhverstaðar, sest spanskgræna á geymapóla, tengið við alternator losnar og þvíumlíkt.