Ég lenti nefnilega í leiðinda óhappi í gærkvöldi. Var á bílnum hennar mömmu, sem er Galant árg. 96, og var að beygja út úr götunni minni. Það var náttúrulega dimmt úti og ég leit bara einsog maður gerir alltaf og sá ekki neitt og fór út á götuna. Sé ég svo í þann mund sem ég er kominn ca hálfur út á götuna að ljóslaus bíll kemur frá hægri. Ég negli niður og fékk ljóslausa bílinn á hægra frambrettið. Ljóslausi bíllinn var svört Nissan Almera árg. 99. Bíllinn var ekki einu sinni með hjólkoppa svo hann var gjörsamlega kolsvartur. Karlfauskur um sextugt á Almerunni sagðist ekki hafa tekið eftir því að hann væri ekki með ljósin á. Ég kallaði lögguna á staðinn, því mér finnst ég eiga einhvern smá rétt. Það á svo eftir að dæma í málinu, ég á m.a að fara í sjónpróf! En mér finnst alveg ótrúlega heimskulegt að fatta ekki að sitja ljósin á.

Þessvegna segi ég munið eftir ljósunum!!!