Ég ætla ekki að eyða orðum í að rökræða rétta kommusetningu, enda er það ekki það sem þessi umræða snerist um. Við getum rætt þannig á betri vettvangi, en annars þakka ég þér fyrir það að leggja á þig að lesa yfir svör mín.
Satt best að segja vanda ég mig aldrei jafn vel á korkinum og ég geri í greinum og trúi ég ekki öðru en fólk skilji það viðhorf. En staðreyndin er sú að ég legg mig samt fram við það að skrifa skiljanlegan og læsilegan texta og helst af öllu vil ég að hann sé réttur. Ef fólk vill gagnrýna hann þá er það velkomið, en ég vel svo sjálfur hvort ég vil lesa gagnrýnina og íhuga, eða hvort ég hreinlega hleyp yfir póstinn. Rétt eins og allir aðrir geta.
Tekið úr svari þínu:
Viðhorfið virðist vera “ég get ekki stafsett rétt, so fokking what?” Svarið ætti auðvitað að vera “drullastu til að skrifa almennilega ef þú vilt að fólk taki mark á þér.”
Þú vilt sem sagt meina, að ef fólk sem kann ekki málfar og stafsetningu almennilega, ætti ekki að taka mark á því. Afhverju ættum við þá að taka mark á þér?
Það sem ég á við er að fólk sem ætlast til þess að vera tekið alvarlega þrátt fyrir það að vera vart skrifandi á móðurmál sitt, og finnst það bara í lagi, ætti að endurhugsa hlutina aðeins. Það er ekki eins og að grunnskólamenntun sé lúxus á landinu.
Lestu yfir textann minn aftur, ef hann er þér boðlegur, og sjáðu að ég skrifa "[bold]Auðvitað ætlast maður ekki til að fólk með lesblindu skrifi fullkominn texta, en ég hef þó séð lesblindan mann skrifa mjög góðan og læsilegan texta. Ef hann gat það, hvað um þá sem eru ekki lesblindir?“
Ég held að flestir hljóti að vera sammála mér þegar ég segi samt að stafsetning og málfar allt t.d. á Hugi.is sé fyrir neðan allar hellur hjá þjóð sem er með skólaskyldu í áratug! Það er enginn að heimta lýtalausan texta, en læsilegur texti án síendurtekinna augljósra villna er eitthvað sem flestir, sem kæra sig um, ættu að ráða við.
Annars finnst mér þetta umræða sem á ekki heima á bílaáhugamáli. Hefðbundinn staður fyrir þetta hefur verið á forsíðu Huga, en ég gæti ímyndað mér að t.d. Dægurmál og Deiglan væru heppilegur staður til að ræða svona.
P.S. Það var ágætt að fá þessar leiðréttingar, ég mun skoða þær vandlega við tækifæri og vonast til að nokkrar af þeim villum sem þú nefnir sjáist ekki aftur í texta frá mér.<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>”Balls of yarn have twiny goodness. - Mittens the Psycho Kitten</i><br><hr>
Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com">nöldrinu</a> mínu?