Það kemur inn náungi á verkstæði og segir að headpakkningin hjá sér sé farin. Jafnvel headið. Ok segi ég en því miður get ég ekki skoðað þetta fyrr en eftir áramót(hann kom inn 30des).
Allavega, ég starta bílnum í dag og keyri inn. Heyri strax að hann gengur ekki á öllum. Poppa húddinu og sé að eitt kertið er ekki laust heldur hangir bara í þráðinum. Ekki einu sinni skrúfað í.
Pointið er að í staðinn fyrir að segja bara “það er eitthvað að bílnum, hér eru lyklarnir” þá ákvað hann að trouble shoota bílinn. Þá komum við að þessu um að ekki þykjast vita meira en þið gerið. Það eru einmitt í svona stöðum sem margir myndu freistast til að bulla eitthvað og taka borgun eftir því. Og þar sem kúnninn hefur sannað það að hann veit ekkert um hvað hann er að tala þá er svo sem engin áhætta á að það myndi komast upp.
Líkurnar á að við verðum öll plötuð einhvern tímann á ævinni er 100%. Reynum samt að forðast að hjálpa fólki að plata okkur.