–
Emission controlling rugl
Jæja, þá er vélin komin úr bílnum hjá mér og að verða búið að tæta. Er bara að velta því fyrir mér hvað allur þessi helvítis mengunarvarnabúnaður gerir. Til dæmis öndun af bensíntanki, í gegnum einhverja koladós. Svo er þarna púst retúr einhver og 2 ventlar sem tengjast því. Er ekki í góðu lagi að kötta þetta allt og loka fyrir? Það er ekki gat á nýju pústgreininni fyrir svona exhaust recirculation. (Hvaða gagn á það að gera anyways?) Og hvað á þessi koladós að gera? Svo er eitthvað gat hinum megin á blokkinni þar kemur út kolsvört olíudrulla, tengist þessu exhaust recirculation dóti eitthvað. Er ekki bara málið að loka fyrir þetta allt og losa sig við þessa loka og drasl sem tengjast þessu? Henda svo hvarfakútnum bara líka og við erum í góðu.