Sælir, þennan bíl keypti frændi minn. En hann á einn 480 ES '88 sem er að hruni kominn og verður nú notaður í varahluti þegar hann deyr.
Hann lét mig fá bílinn rétt eftir að hann keypti hann til að laga hann og skipta um ýmisslegt. Keyrði hann slatta á þeim tíma og það er frábært að keyra hann. En 480 volvoarnir voru langt á undan sinni samtíð þegar þeir komu fyrst á markað.
Mjög mikið af tölvu og rafbúnaði er í þeim, en fyrstu bílarnir (1986-1990) voru haldnir mjög alvarlegur barnasjúkdómum en 90+ bílarnir voru hinsvegar mun betri, en samt langt frá því að vera “vel” smíðaðir.
Áhugasamir geta skoðað þessa linka:
Volvo 480
Saga 480 í stuttumáli
Volvo 480 Europe Club
Síðustu útgáfurnar af 480 en þetta er Collection útfærsla með 2.0 lítra NA vél