Reynslusaga:
Vinur minn á '91 módel af Hondu Civic, ágætis bíll sem hefur reynst honum vel. Ekki alls fyrir löngu gaf súrefnisskynjarinn í honum upp öndina. Ekkert mál hugsaði vinur minn með sér, ég kaupi bara nýjan skynjara og skelli honum í, varla meira en eins bjórs viðgerð. Hann fór því í umboðið og spurði um viðeigandi súrefnisskynjara, jú hann var til og kostaði 22500 kr. Ái! Soldið dýrara en vinur minn hafði gert ráð fyrir, og hann sem fátækur námsmaður ákvað því að leita annara leiða til að útvega sér skynjarann. Eftir að hafa velt fyrir sér að kaupa notaðan af parasölu þar sem hann væri alveg ótryggður með endingu eða virkni skynjarans, datt honum í hug að leita á netinu. Ekki var erfitt að finna síðu sem seldi súrefnisskynjara. URL-ið gæti varla verið augljósara http://www.oxygensensors.com/ þar fann hann réttan skynjara. Pantaði, og fékk hann sendan heim að dyrum fyrir 3200 kr (37$ US). Já þrjúþúsund og tvöhundruð krónur. Þar munar hvorki meira né minna en 19300 kr.
Finnst ykkur Hugurum þetta eðlilegt?
Ef þetta er almenna reglan með varahluti hér á landi þá ætla ég aldrei aftur að kaupa varahlut annarsstaðar en á netinu!<br><br>———————————————-
Fat bloody fingers are sucking your soul away