Ég lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að vera stefna beint á ljósaskilti á umferðareyju í gær, en ég var að koma af jólahlaðborði í Reykjavík með bróður mínum og afa. Ég sá að bróðir minn var mjög þreyttur en hann var að keyra og sá að hann sveigði oft yfir á hinn vegarhelminginn og ég óskaði bara að það kæmi ekki bíll þegar það gerðist, og það gerðist ekki. En þegar við vorum komnir að Grænásgatnamótunum í Njarðvík þá dottaði bróðir minn og við stefndum beint á ljósið. En bróðir minn vaknaði og rétt náði að sleppa við ljósið, en það var svo naumt að hann tók spegilinn af og beyglaði hjólkoppinn á kanntinum, ég var alveg hreint að skjálfa til helvítis og var í þvílíku sjokki og hugsaði með mér hve heppnir við vorum að fara ekki á ljósið.
Ég setti þessa Grein upp til að fólk geti sagt frá árekstrum eða svona óhöppum eins og ég lennti í