Ég ætlaði nú ekki að verða svona háttstemmdur, en fannst ég hitta naglann á höfuðið í titli póstsins.

Ég var (enn og aftur) að lesa <a href="http://www.pistonheads.com/truth/default.asp?storyId=6008“>pistil</a> Robert Faragos á Pistonheads.com og fannst hann komast að kjarna málsins um það hvernig BMW, Benz og Porsche eru að draga úr gildi þess sem liggur að baki merkisins. Þar af leiðandi er viðeigandi að segja að merki þessi séu að verða fyrir gengisfellingu, líkt og þegar mynt úr eðalmálmum var blönduð óæðri málmum í eina tíð til að ”drýgja“ hana.

Það sem er merkilegast er það að þetta gerist þegar mörg merki eru í sömu eigu með möguleika á að dekka alla markaði undir mismunandi merkjum. Ef það sem Farago segir er rétt gæti ”brand loyalty“ verið tvíeggjað sverð.

Hugmyndin að Benz ætti bara að framleiða lúxusbíla hljómar bara vel í mínum eyrum. Þá gætu þeir kannski einbeitt sér að því að gera merkin sem Chrysler eru seldir undir að þeim merkjum sem gætu dekkað hina markaðina?

Svei mér þá ef þetta er ekki efni í grein. Kannski að maður fari að skrifa niður hugmyndir að greinum til að skrifa um jól og áramót? :)

Svona fyrst ég er að pósta, voðalega er rólegt hér. Eru allir að springa úr jólastressi? :)<br><br>*** Viltu lesa meira af <a href=”http://thisgeeksworld.blogspot.com“>nöldrinu</a> mínu? ***

<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>”I want high school kids to dream of owning a Cadillac. I don't want to produce a car they can actually buy." - Cadillac General Manager Mark LaNeve</i><br><h