Systir mín keypti Toyotu Corollu 1,6 árgerð 1993 af Toyota-umboðinu í desember 2000. Hún fékk bílinn, sem var og er skikkanlega keyrður á 470.000 kr. Á föstudaginn fer hún með bílinn í Toyota-umboðið og ætlaði að setja hann uppí nýrri Corollu. Ég fór með henni og við töluðum við einn sölumann í notuðu bílunum. Hann reiknaði út uppítökuverð, 185.000 kr og söluverð 250.000 kr. Bíllinn fór svo í söluskoðun hjá þeim, og fannst lítið að honum. Auðvitað sér á lakki á 9 ára gömlum bíl, en samt ætluðu þeir að lækka hann því hann var grjótbarinn!! Á 9 ára gamall bíll að vera með lýtalaust lakk? Eru þetta eðlileg afföll, 285.000 kr. á 2 árum? 40% afföll, eiga bílar ekki að falla um 10-14% á ári?
Við fórum, frekar spæld en ég fór svo með bílinn á bílsölur og lét hann standa á einni sölu. Ég setti 420.000 kr á hann og hann var að seljast áðan á 348.500 krónur nákvæmlega staðgreitt. Kona sem keypti bílinn, var nýbúin að klessa Corolluna sína, sem var sama týpa og sama árgerð og Sjóvá-Almennar borguðu henni 350.000 kr staðgreitt orðalaust. Allir bílasalar sem ég talaði við sögðu að Corolla 93 færi ekki á undir 300.000 kr staðgreitt.
Því er ég mikið að spá, hvað var Toyota-umboðið að meina með þessari bull-shit tölu? Ef að tryggingafélög eru farin að borga meira orðalaust er eittthvað skrýtið í gangi. Eru bílar sem eru ekki nýir einskis virði í umboðunum? Vilja þeir ekki tala við fólk, sem er að versla bíla í ódýrari kanntinum? Eru það ekki bara Landcruiser kallarnir og gamla fólkið sem skiptir árlega um bíl sem Toyota vill með hafa
Systir mín kaupir allavega ekki annan bíl af Toyota-umboðinu sem er rómað fyrir góða þjónustu og skilning.