Þetta var nú skot í þá áttina að helstu “framfarir” hjá Nokia virðast vera sífelldar útlitsbreytingar.
Ég ætla að vona að minn sími endist vel, því það virðst ekki ætla að koma sími sem er verðugur arftaki fyrir hann. Verðugur arftaki væri reyndar bara með alla eiginleika sem fyrir eru, hugsanlega betra minni en MultiMedia Card (og helst MIKIÐ minni, 256-512Mb væri hentugt), möguleika á að geyma SMS í RAM (furðuleg yfirsjón í annars frábærum síma), FM radíó væri þokkaleg viðbót, en ekki nauðsynleg. Einnig skaðar aldrei að hafa endingarbetra batterí, minni stærð er ekki nauðsyn en ég myndi ekki sakna lofnetsins þótt nett væri. Það sem helst af öllu mætti bæta við væri svo Bluetooth.
Reyndar mætti hann vera aðeins áreiðanlegri, en það er ekki eins og hann sé að bila. Bara dyntir :P
Ég myndi ekki kvarta yfir Nokia-viðmóti, en það sem hann hefur er OK. Sorglegt að ca. 2 árum eftir að síminn kemur á markað sé ekki kominn sími sem fær mann til að langa til að skipta.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”I love the smell of Optimax in the morning…" - Richard Meaden, Evo #051