Þar sem að það er alltaf af og til spurt um hvernig á að reikna aðflutningsgjöld bílum þá ætla ég aðeins að fara yfir það.
Aðflutningsgjöld fara eftir lögun nr. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Skv. almennum reglum þá eru aðflutningsgjöld reiknuð af CIF verði vöru m.v. íslenskan afhendingarstað.
Á fólksbifreiðar og önnur vélknúin ökutæki, sem ekki eru sérstaklega tilgreind í 4. gr., skal lagt vörugjald í eftirfarandi gjaldflokkum miðað við sprengirými aflvélar, mælt í rúmsentimetrum:
Flokkur I: miðast við vélar með rúmtak frá 0-2.000 cc og er það 30%
Flokkur II: er fyrir bíla með vélar sem eru stærri en 2.000 cc að rúmtaki og er gjaldið 45%
***
Dæmi:
Ef við tökum dæmi með bíl sem er keyptur í útlandinu, og er með 3.000 cc vél.
Stofn til álagningar vörugjalds:
Þar sem að stofn til álagningar vörugjalds er CIF verð (ísl. staður) þá verðum við að hafa upplýsingar um flutningsgjald og vátryggingu.
Stofninn er því:
Verð úti: 1.000.000 ISK
Flutningskostnaður: 150.000 ISK
Vátrygging: 10.000
Stofninn er því 1.000.000+150.000+10.000=1.160.000 krónur.
Vörugjaldið er því: 1.160.000 x 45% = 522.000
***
Spilliefnagjaldið og úrvinnslugjald eru mjög lítil og skipta ekki máli í heildardæminum (reiknast m.v. t.d. þyngd rafgeymis ofl.)
***
Virðisaukaskattur:
Stofn til álagningar virðisaukaskatts er CIF verð að viðbættum öðrum gjöldum. Stofninn í þessu dæmi (önnur gjöld áætluð) er því:
CIF verð: 1.160.000
Vörugjald: 522.000
Önnur gjöld (áætlun): 5.000
Stofn til álangingar vsk: 1.687.000
VSK = 1.687.000 x 24,5% = 413.315
Opinber gjöld eru því:
Vörugjald: 522.000
Virðisaukaskattur: 413.315
Annað (áætlað): 5.000
Samtals: 940.315
***
Heildarkostnaður:
Kaupverð: 1.000.000
Flutningskostnaður: 150.000
Vátrygginga: 10.000
Vörugjald: 522.000
VSK: 413.315
Annað: 5.000
Samtals: 2.100.315
***
Það er svo hægt að lækka flutningskostnað (og þar af leiðandi gjaldstofninn) með því t.d. að fara út og taka bílinn með Norrænu til baka.
Ég heyrðu svo af einum sem samdi við flugfélag (að mig minnir Flugleiðir) að þeir myndu taka bílinn hans heim þegar það væri laust pláss. Sagan segir að hann hafi beðið í 3 vikur en fengið flutninginn á 100.000 frá Bandaríkjunum sem er mjög gott.
Nánari upplýsingar um aðflutningsgjöld er að finna á www.tollur.is og www.althingi.is
JHG