hvernig væri að fólk póstaði hérna versta bíl sem það hefur ekið…?
ég skal byrja..
MMC Pajero fær 1sta sætið án vafa..
Þetta var 1980 og eitthvað árgerð af langa PAjero dísel turbo, sjálfskiptur í þokkabót, ég get svarið það, bíllinn var nýr þegar ég prófaði hann, ég settist inn, voða spenntur, botnstóð bílinn og ekkert gerðist, ég beið eftir að túrbínan kæmi inn en þá mér til mikillar skelfingar sá ég að hún var í botn bústi, ég stóð bílinn eins og hægt var og náði 100km hraða eftir heila eilífð, hraðar fór tækið ekki, jæja, husaði ég, best að sjá hvernig hann er í smá torfærum, þannig að ég fann smá malarhól sem ég ákvað að láta vaða í, lét bílinn í lága drifið og lét hann vaða, (engin læti sko) bíllinn kom ekki einu sinni afturhjólunum á hólinn, máttleysið var svo skelfilegt að maður bara fór að hlægja, í mörg ár var ég alltaf að hlægja að þessu atriði og hugsaði alltaf með mér, “gæti bíllinn hafa verið bilaður?”,, svo fyrir nokkum árum var mér boðinn svona nákvæmlega eins bíll til kaups og ég ákvað að prófa gripinn, hann var í Breiðholtinu og ég ákvað að taka smá rúnt niður að Staldrinu og svo tilbaka, og hvað, jú, mér fannst máttleysið vera eins og mig minnti, svo þegar ég er að keyra upp brekkuna í Hólahverfið frá Staldrinu stóð ég bílinn á hlandmígandi,, og hvað… 60 km hraði var það besta sem ég náði….
… svona farartæki myndi ég aldrei vilja eiga…
<br><br>“Facts are stubborn things”