Well, ef þetta er G6 Corolla þá ertu annaðhvort með 1,3L 4E-FE vélina sem er 89hp eða með 1,6L 4A-FE sem er 109hp. Að sjálfsögðu er hægt að fá túrbínu á þessa vél en það er spurning hvort að það borgi sig.
Í fyrsta lagi þá ertu með vél sem er hönnuð fyrir economy. F-ið í 4A-FE segir til um það. Ef að þú villt endilega halda þessari vél þá þarftu að styrkja vélina svo að hún þoli kraftinn en það er mjög dýrt. Einnig gætirðu skipt um hedd, knastása, fengið þér tölvukubb og gert allskyns vitleysu og endað kannski með 180hp, í hæsta lagi.
En sem betur fer þarftu þess ekki til þess að fá þennan kraft, því að Toyota hefur þegar tjúnað þessa vél og gert það mun betur en þú munt nokkur tíman geta. Það besta í stöðinni fyrir þig er að kaupa þér nýja vél. Af 4A-xx vélunum eru tvær sem koma til greina:
4A-GE 20V: Ein af mínum uppáhalds vélum og ég mæli hiklaust með henni. Hún er 1,6L 20valves, með vtl, og skilar um 160hp án þess að nota túrbínu. Þessi vél passar beint ofan í húddið hjá þér og það eina sem þú þarft að spá í er rafkerfið.
4A-GZE: Sama vél og í bílnum þínum. nema sterkari og með supercharger. Hún skilar um 175hp og fullt af torki(torque). Ef að þú ákveður að fá þér þessa vél þá þarftu líklega að borga hærri tryggingar.
Ég ráðlegg þér alls ekki að skella bínu á vélina í bílnum þínum vegna þess að þú munnt aðeins tapa á því nema að þú styrkir hana sem kostar líklega svipað mikið og ný vél(fer reyndar eftir ýmsu). Ef að þú sættir þig við að fá smá kraftaukningu þá gætirðu gert þessar einföldu breytingar eins og loftsía, púst, flækjur, taka hvarfakútinn úr, tölvukubb og nokkrar aðrar.
Ef að þú villt endilega fá þennan kraft þá skalltu fá þér 20 ventla vélina en það mun líklega kosta þig lágmark 300þ. en gættu þín á því að ef að vélin er helmingi sterkari þá þurfa önnur kerfi í bílnum þínum eins og bremsur og jafnvel fjöðrun að styrkjast.
Ef að þú treystir þér ekki í þessar breytingar þá þarftu bara að sætta þig við kraftinn í bílnum þínum eða fá þér nýjan.
Svona að lokum ef að þú villt gera eitthvað virkilega extreme þá geturðu skellt 3S-GTE sem skilar 245hp í rolluna en það væri ekki mjög skynsamlegt og mjög erfitt.
Gangi þér vel<br><br>Fenix
“If everything seems under control, you're just not going fast enough.”