Sá endann á Mótor í kvöld og verð að segja að þetta er ekki metnaðarfullt sjónvarpsefni. Low budget þarf ekki að vera = lélegt, en Mótor er alls ekki að smella.
Það vantar skýra stefnu, það er eins og þeir viti ekki hvort þetta á að vera Max TV (tilgangslaust sýningarspól og kynnisgella) eða What Car TV.
Það sem vantar fyrst og fremst er bílakall sem kemur vel fyrir sig orði, er skemmtilegur og lætur kynningu á bílunum virðast ferska. Spara rokktónlistina (don't get me wrong, ég er rokkari, en að keyra Land Cruiser undir tónum Bob Dylan er bara frekar hallærislegt) - tónlistin er bakgrunnur, þú horfir ekki á bílaþátt til að fíla músíkina frekar en þú horfir á klámmynd til þess! - og ef það þarf að hafa gellu til að draga að þá þarf að sleppa því að hafa hana í þuluhlutverki.
Svo er MJÖG lélegt að stafa Porsche vitlaust í kreditlistanum. Já nafni, það er S í PorSche!!!<br><br>Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?
* FIRST I MUST SPRINKLE YOU WITH FAIRY DUST *