Eins og ég sagði áður er RX-7 pjúra tveggja sæta bíll.
Þú gætir náð í Camaro með V8 fyrir um eða yfir milljón og hugsanlega sömuleiðis með RX-7. Rannsakaðu bara málin vel með RX-7, þetta er samt sá bíll sem þú nefnir sem heillar mig mest. Held að fyrir svona pening sé úrvalið varla mikið nema þú sættir þig við 3000GT án túrbínu og 4wd, nema þú náir góðum díl á ca. 10 ára bíl.
Svo er spurning hvað þú vilt, gætir t.d. fundið þér Nissan 200SX eða MMC Eclipse Turbo 4wd. Get ekki sagt að þeir heilli mig, en 200SX gæti verið stuð með slatta power og afturdrif.
Hefurðu athugað innflutning frá Þýskalandi? Fyrir svona pening gætirðu mjög líklega náð þér í Porsche 944S2. Kíktu í greinina “Tómur tveggja bíla bílskúr” á forsíðu áhugamálsins ef það vekur athugli þína. Ef ÉG hefði þennan pening og markmiðið væri sportbíll myndi innfluttur 944 eða Ford Puma (sem ég býst ekki við að þú hefðir áhuga á) vera málið, tjah, eða kannski RX-7 ef ég finndi góðan hér heima… Ég býst ekki við að Mazda MX-5 Miata myndi heilla þig? Einnig er Corrado VR6 mjög áhugaverður ef þú pælir í innfluttningi, margir kostir við þann bíl.
Ef innfluttningur heillar (stærri markaður með meira úrvali) þá er gaman að skoða sig um á
http://www.mobile.de en þar geturðu skoðað bíla í Þýskalandi.
Held ég sé bara búinn að bulla of mikið um of lítið og flestum til ama :)
Hvað viltu fá út úr bílnum, hvaða kröfur gerirðu aðrar en um verð og eyðslu?
<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?
* FIRST I MUST SPRINKLE YOU WITH FAIRY DUST *