Ég og vinir mínir tveir vorum að keyra yfir heiðina um daginn er við lentum í einu brjálaðasta bílslysi sem ég hef séð!
Þetta byrjaði með því að við sáum 4 bíla vera klesta saman en þegar við ætluðum að beyja framhjá þeim rann bílinn og við lentum á einum bílanna (við vorum ekki að keyra hratt). Eftir þetta fórum við út úr bílnum til að skoða skemmdir á bílnum, þá kom benz á miklum hraða og klesti á annan bíl sem kom úr gangnstæðri átt. eftir umþaðbil 1 mín kom lancer og á miklum hraða og klesti auðvitað á alla bílanna sem voru á veginum og beint af veginum og á kvolf. Þetta var eins og í gta3 því þetta gerðist á svo stuttum tíma. Það kom mér mikið á óvart að benzinn hafi horfið af vetfangi og að það hafi enginn slasast alvarlega, því bílar voru bókstaflega þjótandi um í allar áttir. Sem betur fer var bílinn okkar ekki mikið skemmdur en sömu sögu er ekki hægt að seiga um marga af hinum bílunum
Neðar á heiðinni (5-600 metra frá) var svo annað bílslys þar sem 4 bílar skullu saman.
<br><br>MX-5