Ég er ósammála með Capri, ég vill fá minni bíl sem heldur Puma nafninu áfram. Í Evrópu var Puma óviðjafnanlegur þegar tekið er samspil verðs, eiginleika og að þetta var coupe bíll en ekki enn einn GTi bíllinn.
Skil ekki rökin fyrir því að hætta með Puma vegna nýrrar Fiesta, Ka er á sömu grunnplötu og er enn í fullu fjöri, hugsanlega meira en nokkru sinni fyrr! SportKa gæti verið ákaflega skemmtilegur, en vegna samkeppni í svona bílum þarf hann að vera mjög aggressíft verðlagður! Við erum reyndar búin að glata Saxo VTR og SportKa gæti orðið verðuegur arftaki. Ég veit í hvorum bílnum fór betur um mig og hvor er fallegri, Ford Ka! Um aksturseiginleika má deila, en ef meira afl gerir SportKa stillanlegri, sérstaklega með inngjöf, þá á VTR enga von. Ekki baun!
Þessi Capri verður eflaust ágætur bíll, en ég er ekki hrifinn af því að taka þetta nafn upp, né að fara í eitthvað Living Legends flashback varðandi hönnun.
Ef Ford ætti að taka sér eitthvað til fyrirmyndar úr fortíðinni eru það gömlu Escort MkI og MkII sem þóttu traustir bílar á hóflegu verði en mjög góðir akstursbílar! Það er nefnilega ekkert nýtt að Ford sé merki sem stendur fyrir aksturseiginleika, það hafði bara gleymst um tíma. Þarf ekki að líta lengra aftur en til Ford Escort Cosworth.
Nú er bara að vona að eiginleikarnir endurheimtu haldi áfram að vera aðall Ford, því maðurinn að baki þeim er víst kominn til VW (man því miður ekki nafnið hans en hann vann að VW Phaeton).
En ég tek undir það, Puma verður saknað! Þetta er hugsanlega eftirminnilegasti litli coupe bíll í langan tíma.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?
* FIRST I MUST SPRINKLE YOU WITH FAIRY DUST *