Ég var að keyra uppí Mosfellsbæ núna fyrr í kvöld í góðum filing í þessu frábæra veðri sem er búið að vera. Ekkert frost og ekkert salt og ég og bíllinn ljómum af gleði. Hitamælir í mínum bíl sýndi að það væri 3ja stiga hiti og það var ekkert frost á veginum (öll þvottaplön opin osfrv). Nema hvað að alltí einu sé ég að saltbíll er á eftir mér og nálgast óðfluga. Ég hugsaði með mér að þeir væru varla að salta núna, en svo mæti ég öðrum saltbíl sem er að koma úr Mosó og hann er að salta. Stuttu seinna hringir vinur minn í mig, hann var að kíkja á bílasölur og mætti saltara á Stórhöfðanum.

Í 3ja stiga hita?

Er ekki neitt verksvit hjá Gatnamálastjóra? Þarf að salta í hita og stundum sér maður saltbílana salta yfir það sem annar bíll saltaði? Hvar er vitið? Hver borgar? – við.

Fyrir utan hvað þetta er mikill óþarfi og eyðsla á salti og kostar að hafa bílana í gangi, fer þetta svo illa með bílana okkar, ryðga fyrr. Fyrst þarf endilega að salta, endilega stillið því í hóf.

Þarf að salta? Eru ekki allir aularnir á nagladekkjum og er ekki nóg að salta við gatnamót og í brekkum. Ég bjó á Akureyri, þar sem var ekkert saltað og það gekk bara fínt. Þarf alltaf að hafa vitið fyrir okkur?

<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans var tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”
OH.