Ætlaði að setja þetta á Puma þráðinn en það er betra að setja þetta inn sér.
Egill, mig langar til að leggja fyrir þig “hálf-formlega” spurningu um bíla eins og Puma hjá umboðum á Íslandi.
en fyrst langorðan formála til að fólk skilji hvað ég er að fara ;)
Maður les reglulega um í breskum bílablöðum að bílar séu kallaðir “halo model”, sem á við bíl sem skilar ekki endilega mikið í kassa framleiðanda en vekur áhuga á merkinu.
Chrysler er skólabókardæmi um framleiðanda sem skilur halo model hugmyndina og Mazda MX-5 er tilvalið dæmi um halo bíl, því þótt það hafi ekki selst “nema” ca. 50þ. eintök af ári (af bíl sem var að miklu leiti hannaður frá grunni) þá bjargaði MX-5 Mazda frá gjaldþroti, því hún dró fólk að skoða Mazda sem keypti svo kannski bara 626 eða pallbíl.
Spurningin er hvort Brimborg, eða bara umboð hér á landi almennt, sjái þetta gagn í sölulitlum bílum sem vekja athygli sem ég tala um að ofan.
Ef umboðin ná að vekja athygli á merkinu og selja nokkrum innkaupakerrum meira, þá má ætla að sportlegir bílar sem skila kannski ekki beinum hagnaði sé eitthvað sem er æskilegt að kynna og bjóða upp á reglulega. Væri ekki eðlilegt að framleiðandi sýndi skilning á þessu og reyndi að bjóða umboðunum hér á landi góð kjör á “halo models”?<br><br>Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?
* FIRST I MUST SPRINKLE YOU WITH FAIRY DUST *