Þegar Ford Puma kom á markað á sínum tíma var hann eingöngu fáanlegur með 1.4 lítra vélinni fyrir Íslandsmarkað en Ísland var á þeim tíma innan Ford skilgreint á svokölluðum Exportmörkuðum. Ef hann hefði verið fáanlegur þá hefðu vörugjöldin sennilega hindrað sölu því á þeim tíma voru lægri vörugjöld miðuð við 1.6 lítra vélar eða minni og hærri gjöld ef yfir 1.6. Puman með 1.7 var því á þessu tíma um 2.1-2.2 milljónir þegar hún varð loks fáanleg fyrir Íslandsmarkað. Fyrsti Puma bíllinn kom til Íslands 1998 og árið 1999 seldust 17 bílar og árið 2000 seldust 9 bílar, þar á meðal þessi með 1.7 lítra vélinni.
Árið 1999 var Íslandsmarkaður færður undir Evrópu og kom þá fyrsti Puma 1.7 enda þá engar takmarkanir á því hvað við gátum boðið á Íslandi. Um mitt ár 2000 fer síðan bílamarkaðurinn að gefa eftir, gengi íslensku krónunnar fer að falla og bílverð hækkar og markaðurinn fyrir sportbíla eins og Puma hvarf algerlega. The rest is history.
Með kveðju
Brimborg ehf.
Egill Jóhannsson