Ég bara varð að henda inn nýjum kork þar sem ég lagði nokkra vinnu í þetta í hádeginu ;-) Ég var reyndar líka búin að birta þetta sem svar við kork hér fyrir neðan um Alfa Romeo - en þótti þetta öruggara til að fá viðbrögð.


Með lauslegri könnun á Car Survey á módelum 1997-2002 af Passat annarsvega og Alfa Romeo 156 hinsvegar kom eftirfarandi í ljós.

Af 71 umfjöllun um 156 bílinn voru 14 slæmar eða 20% sem er ansi hátt. Það kom þó fljótlega í ljós að flestar þessara kvartana áttu við um Selespeed bílinn sem augljóslega er ekki að virka :(
Góðar umfjallanir voru samt sem áður 47 af 71 eða 66%, semsagt einn þriðji ánægður með bílinn.

Af 38 umfjöllunum um VW Passat voru 15 slæmar eða 40%. Þar var hinsvegar miklu meira samræmi, þær voru allar á sama veg, rafmagnstruflanir og léleg ending á hjólabúnaði og almennar rafmagnsbilanir (fer t.d. ekki í gang).
Góðar umfjallanir um Passat voru “bara” 17 af þessum 38 eða 45%. Semsagt færri en helmingur VW eigenda ánægður með Passat. Greinilegt að menn viðurkenna þetta ekki hér heima.

Ég athugaði líka VW Golf af sömu árgerðum. Af 62 umfjöllunum voru 23 slæmar eða 37%. Nær allar minnast á poor reliability!
Góðar umfjallanir um Golf voru 32 af 62 eða 52%…

Það er því ljóst að Alfan er síst verri en VW einn vinsælasti bíllinn á Íslandi.

Að lokum má því geta þess að Hyundai Accent sem er vissulega ódýrari bíll kemur út á eftirfarandi hátt;

Af 53 umfjöllunum voru 10 slæmar eða 18% og 34 góðar eða 64%.

Það er því ljóst af þessu að VW er talsvert lakari bíll en Hyundai.

Ég minni á að Hyundai hefur iðulega komið mjög vel út úr áreiðanleikakönnunum í USA og Canada og verið kosinn bíll ársins í síðara landinu.