Sælir strákar, eða eru ekki annars bara strákar hérna ?

Mig langar að kaupa mér nýjan eða nýlegan bíl.
Sá á kvölina sem á völina.
ég hef 1.800.000 til umráða og ég veit ekkert hvað skal kaupa.
Það á bara að vera til einn ríkisbíll :) eða þannig.
Mig langaði bara að vita hvað ykkur finndist áður en ég færi og keypti mér Toyotu eða VW eða eitthvað í þeim dúr.
Bíllinn verður að vera 4 eða 5 dyra og millistór eða stór fólksbíll því ég er með 1 barn og mér finnst óþægilegt að vera með 2 dyra.
Er eitthvað annað sem kemur til greina ?
Í hverju mynduð þið fjárfesta með þessa upphæð ?

Kær kveðja
Ema