Fyrsta sem mér kemur til hugar sem hefur réttan dyrafjölda og er á réttum aldri er Alfa Romeo 156 2.0 Twin Spark. M.v. sögur um að umboðið sé að batna og þú veljir gott eintak (nóg er til á sölu) og hugsir svo vel um hann færðu varla áhugaverðari bíl. Ættir að ná í 1999-2000 módel á þennan pening. Ég myndi sleppa Selespeed þó ekki sé nema vegna hugsanlegs kúplingarvesens.
Á sömu nótum gæti Alfa Romeo 147 einnig komið til greina og í raun smekksatriði hvorn þú myndir velja.
Ég myndi samt passa mig á að heyra álit fleiri á Alfa Romeo og kanna málið vel. Ef þér líst ekki á þetta, þá er Ford Focus hreint frábær og á tilboði akkúrat núna í umboðinu!
Hvað varðar endursölu er ég bar ekki of klár í þeim málum. Focus virðist a.m.k. seljast vel nýr, Alfa gæti verið þung. Nóg til af þeim á sölu, en ég man ekki að þær standi lengi samt.
Þangað til þú sagðir dyrafjölda ætlaði ég að benda á 2000 módel af Toyota MR2, en fyrst að 4 dyr eru möst skaltu bara tala við bebecar. Hann á fínan BMW M5 og þú færð meira að segja slatta afgang af peningnum þótt bíllin hans sé ekki nema rétt rúmlega tíu ára :)
Ótrúlegt magn af fínum bílum sem eru á þessu verði þegar ég kíkti á bilasolur.is. Coupe Turbo á 1750 any one? :D<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate