Mitsubishi Motors Corporation tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði ákveðið að draga keppnislið sitt út úr heimsmeistarakeppninni í ralli keppnistímabilið 2003. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar hörmulegs árangurs á sl keppnistímabili þar sem að liðið lenti í neðsta sæti í keppni bílaframleiðenda.
MMC hyggst snúa aftur árið 2004 með nýjan og betri bíl. Þessar fréttir renna styrkjum stoðum undir þær spekúleringar að Lancernum verði skipt út fyrir nýja útgáfu af Colt og má því jafnvel velta því fyrir sér hvort dagar Lancer EVO séu brátt taldir.