Í Velvakanda í Mogganum í gær skrifar reiður Opel-eigandi um varahluta þjónustu Ingvars Helgasonar hf. Hann vantaði víst handbremsubarka og þeir áttu hann ekki á lager svo það varð að panta hann og það tók nokkrar vikur. Opelinn hans rann svo úr gír og olli stórtjóni!


Það hafa margir sömu sögu að segja og Opel-eigandinn. Varahlutaþjónustan hjá þeim er alveg ömurleg. Þeir virðast ekki eiga neitt af algengum hlutum á lager. Ég hef átt Subaru Imprezu GT og hef þurft að bíða með bílinn stopp í nokkrar vikur því það þarf að panta allt. Svo er IH með eitt dýrasta varahlutaverðið!! Og eiga ekkert á lager?

Þeir starfsmenn IH sem ég hef átt samskipti við eru ekkert of vinsamlegir.

Í bílablaði Moggans fyrir nokkrar vikur var haft eftir einhverjum stjóra hjá IH, að markaðshlutdeild IH hefði minnkað stórlega síðustu ár “vegna slæms umtals um fyrirtækið og eigendur þess”

Eru þeir eitthvað hissa á þessu? Hvað er að?

Ég hugsa mig tvisvar um áður en ég kaupi mér annan bíl frá IH og Bílheimum.

Hver er ykkar skoðun á þessu fyrirtæki.