Nú er t.d. Almera GTi gefinn upp á 8.2 sek. í 60mph. Hann er væntanlega eitthvað örlítið þyngri, en með álíka kraft. 6.8 fyrir 0-100km á Sunny hljómar í því ljósi algerlega ótrúverðugt. Hvað er GTi-R, um 6 sek? Og hann er helmingi kraftmeiri og með drifkerfi til að setja aflið í götuna!
Þessi tugir kílóa sem Almera hefur á Sunny bæta varla 0,5 sekúndum á tímann hjá henni m.v. Sunny, en við getum áætlað að Almera sé ekki undir 8,3 í 100 km/h og líklega 8,4 eða kannski 8,5 léttilega. Þá fer tími um 8 í 100 km/h að verða trúanlegur fyrir Sunny. Ég gæti samt ímyndað mér að munurinn á Sunny og Almera sé mun minni en 0,5 en þetta er að verða nokkuð innantómar pælingar.
Ef Sunny hinsvegar skríður niður fyrir 8 sek. finnst mér það ansi gott. Pug 205 1.9 er á því bili og er hvað, 130hö og vel undir tonni. MX-5 sem er með ca. 130hö og um tonn er í kringum 8,5 og frekar seinni en sneggri. Á þessum tíma held ég að hvaða GTi bíll sem fór undir 8 í 100km/h hafi bara talist andskoti góður!<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate