Sem er líka atriði. Ég efa ekki að Toyota sé meðal áreiðanlegri bíla, en ég held að ending sé ekkert framar en hjá mörgum öðrum. Ég myndi telja Mazda hafa yfirhönd þar, en þetta veltur líka á hvaða módel er verið að tala um.
Mazda og Porsche eru mjög oft á topp 10 listum yfir gallalausustu bílana hjá TÜV. Ef þeir eru báðir jafn áreiðanlegir er dýrara að viðhalda Porsche. Svo er það ekki sama hvort það er 911 SC, 911 3.2, 864 eða 993 eða aftur kannski 928.
Það er ekkert einfalt svar til við svona spurningu. Ef ég ætti að nefna eina gerð sem ég treysti betur en öðrum ætti ég í vandræðum með að velja á milli Porsche og Mazda, en á endanum hef ég átt 3 Mözfur og veit hvað ég er að tala um þegar kemur að þeim. Ég hef bara lesið allt sem ég get um hvernig er að eiga og kaupa aldraðan Porsche ;)<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate