Hárrétt! Á 3. kynslóðarbílunum ættu 150þ. km að vera lítið vandamál ef vélin er smurð á 5000þ. km fresti, og EKKI með synthetic olíu, bara gamla góða náttúrulega. Svo má ALLS ekki þenja þá kalda (en við gerum auðvitað ekki þannig við neinn bíl, er það???) og það þarf að leyfa túrbínunni að spólast niður áður en drepið á þeim, eins og í flestum túrbó bílum.
Þegar að þessir 150þ. km eru búnir þarf líklega að skipta um einhverjar fóðringar, eða hvað það heitir, sem er á könntunum á rótoronum, þar sem þeir snerta sprengirýmis“vegginn”. Hve mikið mál það er eða hve mikið þannig kostar ætla ég nú ekki að fara að ljúga um.
Goðsögnin er að þessar vélar séu drasl. Sannleikurinn er ekki þannig og m.v. það sem ég hef lesið um þetta, og samskipti sem ég hef átt við fróðan og áhugasaman eiganda, benda til þess að það eina sem er í raun að þessum vélum sé gríðarlega mikil bensíneyðsla.
Annars er þetta einn af top-5 japönsku bílum ever, mjög líklega! Garanterað topp 10 a.m.k.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate