Ég var mikið að röfla yfir því að MR2 væri Boxster stæling þegar hann kom fyrst. Þegar ég hugsa betur út í það er það smávegis eins og að röfla um það að VW Bjalla og Porsche 911 séu líkir.
Boxster átti að verða lítill mid-engined roadster (heppnaðist reyndar ekki) og MR2 er lítill mid-engined roadster. Eðlilega ber grunnhönnun beggja bíla mark um það og það eru ákveðnar skírskotanir í hönnun MR2 til Boxster. Fyrir mitt leiti er ég ekki frá því að MR2 sé skemmtilegri hönnun, enda mun nútímalegri og laus við retro.
Annars finnst mér þessi athugasemd um Toyota og Lexus ómakleg. LS400 var mjög líkur Benz vissulega, en hvaða aðrir Lexus eru líkir Benz? SC400 (mjög laglegur bíll)? SC430? Sannarlega ekki IS200! Hvaða Toyota bílar hafa svo verið stolnir? Mér finnst reyndar gamli Avensis altaf eiga að vera eitthvað annað og sá nýi ber keim af evrópskum hönnunum samtímans. Fjarri mér að ásaka Toyota um yfirdrifinn frumleika, en mér finnst beinar eftirlíkingar ekki áberandi frá þeim.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate