Allt í lagi. Mér þótti jeppar fá talsvert mikla athygli sem ég persónulega tel af hinu verra. Hafa hlutföllin jöfn
Ég vil hafa delluhluta í þessu blaði þar sem fjallað er um íslenska bíladellukalla og bílana þeirra t.d. Live2cruz, bmwkraftur, fornbílaklúbbinn og annað því um líkt.
Einnig mætti tala um ákveðin tímabil(áratugi) í framleiðslu bíla og athuga hvaða bílar er bestir á hverju tímabili og í hvaða flokki.
Mér þykir þetta blað höfða of mikið til hins almenna neytanda sem er í raun alveg sama hvað er undir húddinu en ekki nóg til dellukallanna. Svo er greinilegt að blaðamennirnir þora ekki að styggja umboðin því þá fer sala auglýsinga niður og er reynsluaksturhlutinn að mínu mati bara auglýsing fyrir umboðin.
Það væri líka fínt ef einhver myndi skrifa dálk sem væri eins konar how things work dálkur. T.d. væri hægt að bera saman mismunandi gerðir af fjöðrun, kosti fleiri cyl, Turbo,gæði olía,loftsía og fleira.