M.v. það sem ég hef heyrt um Volvo S40 myndi ég strika hann út strax. Þetta er MMC Carisma! Reyndar er þetta mun skárri bíll en Carisma, en hann hefur varla verið hlaðinn lofi og er einfaldlega orðinn gamall. Það er hörð samkeppni þarna og þessi Volvo var varla það heitasta þegar hann kom fyrst.
Ég hef ekki keyrt Mondeo, en heyrt góða hluti, sem kemur mér ekki á óvart því ég hef keyrt alla Ford bíla fyrir neðan Mondeo-klassann og líkar þeir allir. Misvel, en þeir voru allir góðir.
Ég HEF keyrt Mazda 6 og varð æstari yfir honum en flestum “venjulegum” bílum sem ég hef keyrt nýlega. Mér finnst hann líka fallegastur af þessum og það skaðar ekki að hann er Mazda og umboðið hefur mér gengið vel að fást við. Hann samtvinnar vel fjölskyldubíl og vott af sportlegum eiginleikum til að manni leiðist ekki. Vélin var að virka fínt þrátt fyrir sjálfskiptingu, en sjálfskiptingin reyndar ekki til skammar, vel valdar skiptingar og fágaðar. Hef þó reyndar allt of litla reynslu af bílum í þessum flokki.
Helsti galli við Mazda 6 er að ég vildi fá dekkri innréttingar, þær voru mjög smekklegar og nánast Ford vandaðar og fyrir utan allan gráa litinn mjög smart. Fór vel um mig. Erlendir blaðamenn hafa líka verið mjög sáttir við þennan bíl. Ég hef samt grun um að ég þyrfti að gera harðan samanburð við Mondeo ef ég væri í þessari hugleiðingu.
Passat er líka talinn með þeim betri í flokknum, en eftirbátur Ford/Mazda í aksturseiginileikum. Pug 406 er vert að skoða en hann er farinn að eldast og ólíklegt að hann bjóði betur en 6/Mondeo. Hefurðu skoðað Subaru? Einnig er að koma ný Vectra sem ku vera þokkaleg. Ég myndi reyndar varla láta sjá mig dauðan í Opel, nema Speedster væri.
Athugaðu að Mazda 6 og Ford Mondeo eru náskyldir. Ég hef það ekki á reiðum höndum en Ford er að nota vélar frá Mazda í dag og undirvagn Mazda 6 er byggður á Mondeo. Má vera að það megi ekki milli sjá þessara bíla og það sé frekar spurning um smekk, eða hugmyndir manns um traust, endursölu etc. sem skipta máli á endanum.<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Shiver me shurikens." - Chris the Ninja Pirate