Hér á eftir fara að einhverju leyti óstaðfestar upplýsingar og vil ég strax biðjast velvirðingar á því ef einhverjar upplýsingar eru rangar eða ófullnægjandi.
Ég var að lesa umræður hér á hugi.is/bilar frá 10. október varðandi þungaskatt eða dieselskatt eins og einhverjir kalla hann, sem er svosem réttnefni þar sem þessi skattur er eingöngu lagður á diesel knúna bíla.
Diesel knúnar bifreiðar menga mun minna en bensín bílar meðal annars vegna þess að þeir eyða minna, auk þess sem bruni diesel olíu er hreinni en bensín bruni sem gerir útblásturinn hættuminni, þó svo hann sé langt frá því að vera hættulaus.
Í að ég held öllum nágrannaþjóðum okkar og langflestum ríkjum heims er þungaskattur innifalinn í verði olíulítra.
Einhver minntist á í áðurnefndri umræðu að erfiðleikar gætu komið upp í sambandi við eftirlit með því hvaða olía fer á t.d. á vinnuvélar, landbúnaðartæki, VSK. bifreiðar o.s.fr. og svo hinsvegar bíl hins almenna einstaklings. Þar sem þungskatturinn er innheimtur með hverjum olíulítra er mismunandi litur á olíunni eftir því fyrir hvað ökutæki hún er ætluð.
Ísland er eitt af mjög fáum löndum í heiminum ef ekki það eina sem ekki hvetur til innflutnings diesel bíla framyfir bensín bíla.
Kv. superdupe