ég hef allavega ekki enn keyrt bíl sem liggur eins vel og 928, hann er örlítið yfirstýrður, alveg eins og ég vil hafa hann, með nóg af krafti til að stjórna yfirstýringunni, svo er þetta fræga Weissach fjöðrunarkerfi sem ég að jafna undir/yfirstýringu,, en ég viðurkenni að ég veit ekki ennþá almennilega hvenrig það allt virkar.. þarf að skoða það betur, ég hef sett hann í uþb 250 km/h á mæli og hann var ótrúlegur, reyndar losnaði hann örlítið upp að framan, en þó ekkert sem maður varð hræddur við, það var bara í misjöfnum á veginum sem hann gerir það, ég prófaði bílinn í fyrstu AutoX keppninni, en gekk ekki vel, hann er of breiður og langur til að taka þátt á svona go-cart brautum, var krýndur keilubani fyrir vikið.. hehe.. hann grípur ótrúlega á þurru malbiki, en eins og flestir 300 hp+ bílar þá gerir maður ekki mikið í blautu, þ.e. spyrnulega séð, stendur bara kyrr í spóli ef maður gefur of mikið inn í startinu..sökum hönnunarinnar á boddíinu þá þrýstist bíllinn ca 4-5 cm niður á 200 km hraða, það er slatti, svo er panna undir bílnum sem er hluti af “spoilerum”, ef svo má segja, en hún á að hjálpa til við að halda bílnum á götunni á miklum hraða, þessa pönnu vantar á minn og ég hef heyrt að hún hafi talsvert að esegja,, þannig að það verður leitað að pönnu í germaníu í vetur…<br><br>“Facts are stubborn things”