Reyndar er ferlið sem kemur hönnun Boxster við ekkert sem Porsche grobbar sig af, að ég held.
Þeir bjuggu til hugmynda bíl sem olli mikilli hrifningu og þegar bíllinn kom loksins var han mun stærri þar sem að þeir höfðu neyðst til að nota hluti úr væntanlegum 996 í bílinn. Litli, létti m/r roadsterinn var ekki lengur lítill og léttur og flestir létu í ljós vonbrigði.
Flest gagnrýni gufaði reyndar upp þegar bíllinn var keyrður, enda er hann talinn viðmiðunin í sínum geira.
Ég held hinsvegar megi draga ályktanir um það að Boxster hafi tafist í hönnun. Ég er að hugleiða að rannsaka þetta mál þegar ég hef tíma. Kannski kemur bara grein. A.m.k. er víst að biðin eftir þessum bíl þótti löng og margir voru langeygir eftir honum.
Ég held að umboðsaðili Porsche eigi ekki að eiga í vandræðum með að draga til hluti sem hægt er að stæra sig af í vörunni. Er ekki mál að gera það en ekki slá glansi á allt, hvort sem er gott eða slæmt, satt eða ósatt?<br><br>Viltu lesa meira af <a href="
http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank“>nöldrinu</a> mínu?
”Annars er þessi samanburður á hestum endalaust eins og að bera saman koníak eftir flöskustærðum." - Mal3